Í kvöld kl. 21 koma tónskáldin gímaldin, Jarþrúður Karlsdóttir og Hallvarður Ásgeirsson fram á Gauknum.
Þar leika tónskáldin nýja tónlist og dj Lighthouse from the Dubshed passar upp á fjörið.
gímaldin ætlar að leika midipolka og valsa, mestallt gömul lög sem hafa þó aldrei verið flutt á tónleikum.
Þetta er einsog nafnið gefur til kynna tónlist sem var samin og tekin upp á fjögurra rása spólutæki fyrir all nokkru. Lögin verða þó í nýjum útsetningum enda spólutækið ekki lengur til. Nokkur aðeins nýrri lög verða með en hafa verið útsett til að eiga samleið með eldri lögunum.
Hallvarður ætlar að kynna nýtt soundtrack, sem heyra má hér.
Jarþrúður mun sömuleiðis spila soundtrack, sem heyra má hér.