fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. október 2018 10:00

Svarthöfði er eitt helsta illmennið í Stjörnustríðsbálknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru kannski ekki margir sem vita þetta en Svarthöfði er ekki raunverulegt nafn mitt samkvæmt Þjóðskrá Íslendinga. Anna Kind Geimgengill er nafnið sem foreldrar mínir létu skíra mig. En það var fyrir löngu og í annarri vetrarbraut, langt langt í burtu. Og engin mannanafnanefnd til að stoppa þau af.

Já, foreldrar mínir voru hippar sem nutu frjálsra ásta og droppuðu sýru. Algerlega óhæf til að ala upp lítinnn dreng eins og mig, hvað þá gefa mér mannsæmandi nafn. Í einu trippinu ákváðu þau að nefna mig þetta. Og ég get sagt ykkur það, lífið er ekki auðvelt fyrir dreng sem heitir Anna Kind.

Ég var lagður í einelti en með dugnaði og áræðni náði ég frama í lífinu. Þegar ég sjálfur eignaðist börn passaði ég vel upp á að nefna þau eðlilegum nöfnum, Logi og Lilja. Hafa þau notið þess allar götur síðan þó að samband okkar sé ekki eins og það var.

Að lokum kom ég til Íslands og flutti í Breiðholtið, þar sem salt jarðarinnar býr. Ég ákvað þá að hylja skömm mína og taka upp nýtt nafn. Ég fór beint í þjóðararfinn, fornritin, til að finna mitt nýja sjálf. Í Sturlungu fann ég nafn sem mér leist vel á, Svarthöfði Dufgusson. Svarthöfði af því að það er kúl og Dufgusson af því að Dufgus þýðir Svarthöfði á keltnesku, sem er líka kúl.

Ég arkaði því næst niður í Borgartún með útprentað eyðublað til að skila til mannanafnanefndar, þessarar alvitru samkundu íslenskuspekinga. Ekki myndu þeir fara hafna slíku nafni sem tekið væri beint úr þjóðararfinum. Auk þess beygist nafnið eftir öllum kúnstarinnar reglum.

Liðu tveir mánuðir og ég fór að nota nafnið á opinberum vettvangi, Facebookinu mínu, Twitter, á húsfundum og AA-fundum, salírólegur yfir niðurstöðu prófessoranna sem lágu undir feldi. Þá kom áfallið, synjunin. „Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“ Til AMA?!? Ég heiti Anna Kind, nafn mitt hefur verið mér til ama alla mína ævi. Hvernig gátu þeir komist að þessari niðurstöðu? Þessir miklu spekingar sem með visku sinni hafa stýrt nafngiftum á landinu eins og guðir?

Aftur rauk ég niður í Borgartún til að fá frekari skýringar á þessu vandræðalega máli. Þetta hlutu að vera mistök. Þá var mér sagt að höfnunin væri byggð á því að mér gæti verið strítt. Svarthöfði er víst persóna í einhverri geimóperu frá Hollívúdd. Dufgus hefði hins vegar verið nóterað og er nú á blaði Þjóðskrár yfir leyfileg eiginnöfn karla.

Tók ég þessu frekar illa og viðurkenni að kalla þurfti til Securitas-mann til að hjálpa mér út. Þó að Anna Kind standi enn þá í ökuskírteininu mínu þá mun ég aldrei kalla sjálfan mig neitt annað en þessu eina nafni, Svarthöfði, eins og brasilísk fótboltastjarna. Dufgus má eiga sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Rúrik nefnir fimm aðila sem ættu ekki séns á því að komast í IceGuys – „Menn klæða sig ekki eins og landafræðikennarar í boy bandi“

Rúrik nefnir fimm aðila sem ættu ekki séns á því að komast í IceGuys – „Menn klæða sig ekki eins og landafræðikennarar í boy bandi“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna