Það besta við húðflúr er að þau geta umbreytt einhverju ljótu, líkt og öri eftir skelfilegt slys í gullfallegt listaverk.
Húðflúrmeistarinn Flavia Carvalho er búsett í Brasilíu, og vinnur hún með þolendum heimilisofbeldis með því að gefa þeim flúr að eigin vali til að hylja ör, sem eru afleiðingar ofbeldisins.
Verkefnið ber nafnið A Pela da Flor eða Húð blómsins og vísar Carvalho með því til sterkra tilfinninga mannsins í kjölfar erfiðleika eða þjáningar. „Einnig vísar það til að allar konur eru líkt og blóm og eigum rétt á að húð okkar sé vernduð og skreytt.
Carvalho segir verkefnið hafa byrjað með því að til hennar kom kona sem bað hana að hylja ör á maga konunnar. Aðspurð um hvernig hún fékk örin sagðist hún hafa verið stungin í kviðinn af manni þegar hún vildi ekki þýðast hann. „Hvert flúr stuðlar að styrk og sjálfsvirðingu.“