Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér til að leiða flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vilhjálmi.
Vilhjálmur, sem er viðskiptafræðingur, féll af þingi í síðustu kosningum. Ásamt því að vera fjárfestir hefur hann kennt við Háskóla Íslands og keppt fyrir hönd Garðabæjar í Útsvari.
Framboðsfrestur rennur út í dag kl. 16, fram til þessa hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon sem og Eyþór Arnalds einn stærsti eigandi Morgunblaðsins gefið kost á sér til að leiða flokkinn í borginni. Leiðtogakjörið fer svo fram 27. janúar næstkomandi.