fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Elín Sif frumflytur nýtt lag í hljóðveri Sýrlands—„Upp að mér“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 10:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar fengu SKE og Stúdíó Sýrland fjórar söngkonur til liðs við sig. Hver söngkona samdi eitt lag sem var síðar hljóðritað í hljóðveri Sýrlands en úr varð svo myndbandsserían Sýrland Sessions þar sem sköpunarferlið var rætt og upptaka hvers lags fest á filmu.

Í fjórða og síðasta þætti fyrstu seríu Sýrland Sessions flytur listakonan Elín Sif Halldórsdóttir lagið Upp að mér í hljóðveri Sýrlands, en lagið útsetti Magnús Jóhann Ragnarsson. Gítarleikur var í höndum Reynis Snæs Magnússonar. Myndbrotin sem birtast í þættinum eru úr stiklu fyrir kvikmyndina Lof mér að falla en Elín Sif fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.

 „Ég var að æfa ballet og stefndi upphaflega á feril í dansi. Svo meiddist ég fremur illa og neyddist til þess að hætta þegar ég var 15, 16 ára. Ég þurfti því að finna sköpunarþörfinni annan farveg en þar sem mamma er tónlistarkennari, í grunninn, kenndi hún mér hljóma á píanó—og kom tónlistin svolítið náttúrulega í kjölfarið.“

Þess má einnig geta að Elín Sif er meðlimur í hljómsveitinni Náttsól en lagið sem hljómar undir viðtalinu er ábreiða af laginu Hyperballad (Björk) eftir Náttsól. Þá gaf Elín Sif einnig út lagið Make You Feel Better í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“