fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Samferða um allt land – „Við hjálpum fólki hvar sem það er búsett“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðarsamtökin Samferða voru stofnuð fyrir ári síðan, en áherslan er lögð á að styrkja foreldra sem eru með langveik börn og fólk á öllum aldri sem er að glíma við lífsógnandi sjúkdóma.

Samtökin byggja á starfi Örvars Þórs Guðmundssonar, sem hafði í sex ár safnað á eigin Facebooksíðu fyrir einstaklinga sem þurftu á fjárhagsaðstoð að halda.

Í viðtali við DV í fyrra sagði Örvar Þór beiðnir um fjárhagsaðstoð aukast á hverju ári. Ákvað hann því ásamt fleirum að stofna Samferða og er öll vinna samtakanna, líkt og hjá Örvari Þór áður, unnin í sjálfboðavinnu, en stjórnin hittist einu sinni í mánuði og fer yfir umsóknir. Vigfús Bjarni Albertsson prestur er verndari samtakanna.

Samferða styrkti 90 fjölskyldur á fyrsta starfsári sínu, eins og lesa má hér í færslu í lok ársins.

Umsóknum fjölgar á hverju ári

„Við verðum alltaf þekktari og umsóknum fjölgar á hverju ári. Við vinnum mest eftir ábendingum, en við fáum líka umsóknir frá fólki sem á ekki sjálft peninga. Fólk sem glímir við sjúkdóma verður fyrir gríðarlegu tekjutapi, auk þess sem bætist við kostnaður vegna lyfja og lækniskostnaðar. Mér finnst nóg að leggja sjúkdóm á viðkomandi þó hann þurfi ekki að tæma fjárhaginn líka. Það velur sér enginn að fá sjúkdóm. Við sem erum með heilsuna ennþá getum létt undir með öðrum, mér finnst það pínu skylda hjá okkur.“

„Við erum með áherslu á jólin, en við söfnum allt árið og hittumst einu sinni í mánuði,“ segir Örvar Þór. „Við styrkjum fjölskyldur í hverjum mánuði, en mest fyrir jólin.“

Samferða er fyrir landið allt

Í nóvember í fyrra hélt Samferða góðgerðartónleika í Vestmannaeyjum og í Bæjarbíói sem voru vel sóttir og vel látið af. Allir listamenn gáfu vinnu sína og allur ágóði rann til samtakanna. Fjórir tónleikar eru á dagskrá núna í ár, þeir fyrstu voru í ágúst í Félagsheimili Hnífsdals, og framundan eru tónleikar á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Bæjarbíói Hafnarfirði núna í október og nóvember. „Við munum væntanlega bæta Neskaupsstað við á næsta ári,“ segir Rútur Snorrason í stjórn Samferða sem sér um skipulag tónleikanna.

„Með tónleikunum erum við að vekja athygli á að Samferða er ekki bara fyrir höfuðborgarsvæðið, heldur fyrir landið allt. Þeir eru tækifæri fyrir okkur til að kynna Samferða og hvað við gerum. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu og hver króna sem inn kemur er skilin eftir í viðkomandi bæjarfélagi.“

„Með því að mæta á svæðið, kynnast fólki og sýna því og segja frá hvað við erum að gera og hvað við stöndum fyrir, þá stuðlum við að trú og trausti hjá fólki á Samferða,“ segir Rútur. „Við vinnum út frá ábendingum og einnig er ég í góðu sambandi við sóknarpresta á hverju svæði.“

Í desember í fyrra hélt Samferða góðgerðarspinning í Reebok í Hafnarfirði. „Þeir fjármunir sem komu inn þar voru eyrnamerktir ákveðnum fjölskyldum búsettum í Hafnarfirði, þannig að öll innkoma þess viðburðar var skilin eftir í bæjarfélaginu.“

„Aðalatriðið er að við látum gott af okkur leiða um allt land og þetta snýst um að hjálpa fólki hvar sem það er búsett.“

Eins og áður sagði fundar stjórn Samferða einu sinni í mánuði. Hinsvegar má leggja inn á reikning Samferða allt árið og senda beiðnir um aðstoð allt árið. „Við styrkjum með peningagreiðslum,“ segir Örvar Þór, „ég vil bara að fólk geti hagað sínum málum sjálft, eins og það hefði gert ef að slæmur fjárhagur og/eða veikindi hefðu ekki komið til.“

Allar upplýsingar má finna á Facebook-síðu Samferða.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“