fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
433

Reiður Jesus

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. október 2018 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er lið Liverpool fékk Manchester City í heimsókn. Fyrri hálfleikurinn á Anfield var alls engin skemmtun og náði hvorugt lið skoti á rammann.

Síðari hálfleikur var fjörugri og fékk City besta færi leiksins er Riyad Mahrez steig á vítapunktinn undir lokin. Virgil van Dijk hafði gerst brotlegur innan teigs en hann renndi sér á eftir Leroy Sane og vítaspyrna dæmd.

Mahrez fékk gullið tækifæri til að tryggja City sigur en spyrna hans var skelfileg og fór yfir markið.

Gabriel Jesus vildi taka spyrnuna en Mahrez var frekari og fékk það í gegn.

,,Ég er ekki sáttur,“ sagði Jesus um málið á Anfield í gær.

,,Ég hef verið að æfa vítaspyrnur eins og Riyad, ég hefði viljað taka hana. Ég var með sjálfstraust, ég var ekki sáttur með að fá ekki að taka hana.“

,,Það sem var mikilvægt var samt að tapa ekki þessum leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir hissa er þeir heyrðu af launum nýjasta leikmanns Manchester United

Margir hissa er þeir heyrðu af launum nýjasta leikmanns Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“

Skelfileg tíðindi bárust frá Suður-Ameríku: Látinn aðeins 20 ára gamall – ,,,Það er svo sársaukafullt að kveðja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan

Seinni leiknum hætt fyrr vegna veðurs – Jafntefli niðurstaðan
433Sport
Í gær

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir
433Sport
Í gær

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð