Um síðustu helgi opnaði listamálarinn Þrándur Þórarinsson málverkasýningu í Hannesarholti í tilefni af fertugsafmæli sínu. Sýningin mun standa til 1.nóvember næstkomandi en mikla athygli vakti þegar Þrándi var meinað af staðahaldara að sýna málverk sitt Skollbuxna-Bjarna. Þar má sjá Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, klæða sig í nábrók og flegið fórnarlamb liggur á borði í bakgrunni.
Föðurafi Þrándar var Hjörtur á Tjörn, sem var bróður Kristján Eldjárns forseta. Þannig er Þrándur og uppistandarinn Ari Eldjárn þremenningar. Faðir Þrándar er Þórarinn Hjartarson og systir hans er Ingibjörg Hjartardóttir. Ingibjörg er móðir listamannsins Hugleiks Dagssonar sem hefur, líkt og Þrándur frændi sinn, vakið mikið umtal fyrir groddarlegar teikningar sínar og brandara.