fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
433

Er þreyta í leikmannahópi Liverpool?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. október 2018 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Er þreyta í leikmannahópi Liverpool?,“ er fyrirsögn á grein sem Sky Sports birtir í dag.

Þar er rætt um líkamlegt ástand leikmanna Liverpool og hvort þeir séu farnir að finna fyrir þreytu.

Gríðarlegt álag er á leikmönnum Liverpool vegna þess leikstíls sem Jurgen Klopp notar. Þar er mikið hlaupið og á mikilli ákefð.

Álagið virðist hafa mest haft áhrif á sóknarmenn liðsins, Mhamed Salah hefur skorað eitt mark í síðustu átta leikjum. Roberto Firmino hefur ekki skorað í síðustu fimm leikjum og Sadio Mane er án marks í síðustu sjö leikjum.

Hlaupatölur liðsins eru þó þær sömu og þær hafa verið á þessu tímabili og sprettir sömuleiðis.

Liverpool liðið í heild fór 109 kílómetra gegn Manchester City í gær í markalausu jafntefli en liðið átti í vandræðum með að skapa sér færi.

Tvær vikur eru í næsta leik Liverpool en leikmenn liðsins halda nú flestir í verkefni með landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United

Trúir því að Solskjær muni snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við

Segja að Real sé búið að taka ákvörðun um hver tekur við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“

Verulega brugðið yfir stöðunni í Mosfellsbæ – „Öskrar á mann“
433Sport
Í gær

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum
433Sport
Í gær

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni