Arsenal hefur ákveðið að binda enda á samstarf sitt við Puma og fer yfir í Adidas.
Arsenal greindi frá þessu í dag en samningurinn við Adidas tekur gildi, 1. júlí á næsta ári.
Samningurinn á að færa Arsenal talsvert meiri fjármuni en félagið hefur fengið hingað til frá Puma.
Arsenal er eitt allra stærsta félag í heimi en liðið er að spila frábærlega undir stjórn Unai Emery.
Arsenal hefur unnið níu leiki í röð í öllum keppnum og virðist vera komið á flug.
Arsenal and adidas have agreed a new kit partnership, effective from July 1, 2019 pic.twitter.com/ceZzq0elgs
— Arsenal FC (@Arsenal) October 8, 2018