fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Friends endaði næstum ári fyrr og með allt öðrum endi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Friends þáttunum lauk, þá leit út fyrir að öllu hefði verið pakkað saman, slétt og fellt, með góðri slaufu.

Monika og Chandler áttu tvíbura, Rachel komst úr vélinni til að hitta Ross, Joey fékk önd og andarunga.

En nú er komið í ljós að The Last One varð næstum ekki að veruleika og Friends hefði getað endað á allt annan hátt.

Kevin S Bright framleiðandi þáttanna sagði í viðtali að níunda þáttaröðin hefði upphaflega átt að verða sú síðasta. En þar sem var enn möguleiki á þeirri tíundu þá voru handritshöfundar með ritstíflu og gátu ekki komið með fullkominn endir á þættina.

Við byrjuðum þáttaröð níu með því hugarfari að hún yrði sú síðasta. Og við vorum tilbúin að hætta þá. En á síðustu stundu breyttust hlutirnir og þáttaröð tíu var ákveðin. Í þeirri níundu vorum við hálffrosin. Við vissum ekki hvað við áttum að gera, af því að við vissum ekki hvernig þetta myndi enda.

Endirinn á níundu þáttaröð, sem var í tveimur hlutum, sagði frá þegar vinirnir fóru til Barbados og Joey og Rachel kysstust.

Sem þýðir að aðdáendur hefðu misst af miklu hefði tíunda þáttaröðin ekki orðið að veruleika. Phoebe og Mike hefðu ekki gifst, Ross og Rachel hefðu ekki sameinast og Monika og Chandler ekki orðið foreldrar.

Og við hefðum misst af síðustu senunni í íbúð Moniku og Rachel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“