Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum hlaut í gær verðlaun á barna-kvikmyndahátíðinni í Chemnitz í Þýskalandi.
Bragi Þór Hinriksson leikstýrir myndinni sem gerð er eftir samnefndri bók Gunnars Helgasonar.
Myndin fjallar um Hinn tíu ára gamla Jón Jónsson sem keppir með liði sínu Fálkum á fótboltamóti í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn.
Myndin hefur fengið góða dóma, er er næstvinsælust á VOD leigum landsmanna og fjórði þáttur Víti í Vestmannaeyjum – sagan öll, er í kvöld á RÚV.