„Nýja árið byrjaði á því að ég gerði „group chat“ með strákunum sem ég svaf hjá 2017 og óskaði þeim til hamingju með árið og eitthvað. Ég var að þakka þeim fyrir því ég er búin að vera að blogga um þá. Þægilegra að senda þeim öllum í einu en ekki senda spes skilaboð. Þeir geta stofnað stuðningshóp en þetta var frekar vandræðalegt, bara „leave group“, „leave group“. Einn sendi mér skilaboð persónulega og sagðist ekki alveg til í þetta. Ég endaði skilaboðin á því: „Sjáumst líklega ekki á árinu 2018“.“
Þetta sagði kynlífsbloggarinn Kara Kristel Ágústsdóttir í Brennslunni á FM957 í morgun. Þetta uppátæki hennar minnir á loforð Steineyjar Skúladóttur Reykjavíkurdóttur sem sagði á Þorláksmessu á Twitter að ef hún myndi fá þúsund læk myndi hún senda sameiginlega jólakveðju á alla strákana sem hún hafði sofið hjá í fyrra í „svona hópchatti á Facebook“. Hún fékk nærri tvö þúsund læk en sagðist hafa verið að grínast. Á aðfangadag birti hún þó skjáskot af skilaboðunum í vinnslu.
Er að vinna í þessu pic.twitter.com/Wb65QAEvWR
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) December 24, 2017
Þáttastjórnendur í Brennslunni veltu jafnframt fyrir sér typpamyndum enda gert grín af þeim í Skaupinu. Þeir spurðu Köru hvort það væri raunverulegt vesen fyrir konur að fá óumbeðnar typpamyndir. „Þetta er alveg klárlega orðið algengt. Þetta er alveg vandamál en maður er ekki að gera neitt í þessu. Þú opnar bara og lokar þeim og gerir ekkert því maður er orðinn svo þreyttur á þessu. Allar stelpur sem ég þekki á mínum aldri, nokkrum árum yngri og nokkrum árum eldri, fá að minnsta kosti daglega til vikulega typpamynd,“ sagði Kara og bætti við sá sem sendir typpamynd missi alla virðingu stelpunnar.