fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Finnur og Áslaug fengu Menningarverðlaun DV

Fókus
Laugardaginn 6. október 2018 17:20

Finnur og Áslaug

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.

Þá voru einnig af­hent verðlaun þeim sem fékk flest at­kvæði meðal al­menn­ings í net­kosn­ingu þar sem al­menn­ingi gafst kost­ur á að velja úr hópi allra þeirra sem til­nefnd­ir voru í öll­um flokk­um.

Í flokknum myndlist fengu Finnur Arnar Arnarson og Áslaug Thorlacius verðlaun fyrir frumlega uppsetningu á vídeóverkum í gömlu fjárhúsunum á bænum Kleifum.

Í umsögn dómnefndar sagði:

Listamenn sem áttu verk á sýningunni voru Olga Bergmann, Anna Hallin, Dodda Maggý, Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson. Um var að ræða fjögur vídeóverk sem sýnd voru hvert í sinni kró fjárhúsanna. Hjónin endurtóku svo leikinn í sumar þegar listsýningin Inniljós var opnuð í útihúsunum. Ætla hjónin að halda áfram að glæða menningarlífið í sveitinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir