fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Upprisa Gyðjunnar að hætti Unnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Arndísardóttir seið- og tónlistarkona ákallar og syngur inn Gyðjuna og skapar seiðandi stemningu í tali og tónum á fyrsta Sagnakaffi haustsins í Menningarhúsinu Gerðubergi annað kvöld  kl. 20-22.

Gyðjan heimsækir ekki bara konurnar en nú á síðustu tímum er mikilvægt að bæði karlar og konur fái til sín þessa hlýju og mjúku orku Gyðjunnar. Unnur Arndísardóttir er tónlistarkona og yogakennari og heilari. Hún hefur tileinkað líf sitt Gyðjunni, og hefur seinustu árin boðið upp á Gyðjuathafnir og hugleiðslur sem vekja upp kvenkraftinn og tenginguna við Móður Jörð.

 

Unnur gaf út fyrstu sólóplötu sína Enchanted árið 2009 og hún ásamt eiginmanni sínum Jóni Tryggva gaf út dúettplötu þeirra UniJon Morning Rain árið 2014.  Á liðnu ári gaf hún út plötuna Þagnarþulur ásamt Reyni Katrínarsyni Galdrameistara, þau forma dúettinn Seiðlæti og semja tónlist tileinkaða Íslenskum Gyðjum. Unnur mun segja okkur sögur og flytja Gyðjulög og leiða í seiðmagnaða athöfn sem mun vekja okkur til umhugsunar um upprisu Gyðjunnar í okkur sjálfum og allt í kringum okkur.

Á Sagnakaffinu er reynt að víkka út ramma hefðbundinnar sagnamennsku. Sagðar eru sögur í tali, tónum, takti, ljóðum og leik. Fólk úr ýmsum geirum þjóðfélagsins er fengið til leiks, svo sem tónlistarfólk, leikarar, uppistandarar, ljóðskáld og rapparar svo fátt eitt sé nefnt.

 

Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafninu.

 

Sagnakaffið fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með því á meðan á dagskrá stendur.

 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár