Í dag opnar saumahorn Borgarbókasafnsins með pompi og prakt þar sem teknar verða þrjár glænýjar saumavélar í notkun í Árbæ. Gestir geta notað vélarnar þegar safnið er opið og nokkrar konur í prjónaklúbbi safnsins ætla að ríða á vaðið og prufukeyra vélarnar. Um er að ræða tvær venjulegar saumavélar og eina overlock vél, sem margir verða eflaust spenntir að komast í!
Af þessu tilefni mun Borgarbókasafnið taka þátt í verkefninu „Árpokinn“ sem er samstarf milli Kvenfélags Árbæjarsóknar, Þjónustumiðstöðvarinnar, Félagsmiðstöðvarinnar 105 og bókasafnsins í hverfinu. Verkefnið snýst um að sauma innkaupapoka sem verða gefnir svo sem á bókasafninu, í sundlauginni og öðrum stöðum þar sem not eru fyrir þá. Snið og efni verða til taks á safninu sem hægt er að nota við pokagerðina.