fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Rakar inn seðlum þrátt fyrir að gera ekkert

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adele halaði inn 23 þúsund pundum á dag á síðasta ári þrátt fyrir að gefa ekki út neina tónlist eða koma fram á tónleikum, og eru eignir hennar metnar um 41 milljón punda.

Söngkonan lauk tónleikaferðalagi sínu á Wembley í fyrra með tvennum tónleikum, og fór síðan í frí frá tónlistinni í ótiltekinn tíma, til að sinna syninum hinum fjögurra ára Angelo, sem hún á með eiginmanni sínum, Simon Konecki.

Adele ásamt eiginmanni sínum.

Samkvæmt The Sun þá sjá tvö fyrirtæki um að halda utan um plötusölu Adele og greiðslur vegna höfundarréttar.

Adele verður efnaðari með hverjum degi, en tekjur hennar af tónlistinni nema í dag um 18 milljónum punda, þrátt fyrir að hún hafi ekki stigið fæti inn í upptökustúdíó síðustu tvö ár. Adele er því ein efnaðasta tónlistarkona heims.

Heimstónleikaferðalag Adele, sem stóð yfir í 15 mánuði, skilaði henni 142 milljón punda gróða, en hún kom fram á 121 tónleikum. Þýðir það að hver þeirra skilaði yfir 1 milljón í tekjur, bæði af miðasölu og sölu á ýmis konar varningi. Söngkonan fékk 42 milljónir í eigin vasa, en afgangurinn býður eftir framtíðarverkefnum.

Samkvæmt heimildum mun Adele hafa fengið fjölda tilboða um að koma fram með dágóðum upphæðum sem greiðslu, en hafnað þeim öllum þar sem hún er að sinna fjölskyldunni. Mun hún hafa fengið boð um tónleikasýningaröð í Las Vegas og greiðslu upp á 20 milljónir punda, en söngkonurnar Celine Dion, Jennifer Lopez og Christina Aguilera troða allar þar upp fyrir fullu húsi á hverri sýningu.

Á meðan við bíðum eftir að Adele ákveði að snúa sér aftur að tónlistinni og sviðsljósinu, er bara eitt að gera: að kveikja á tónlist hennar á YouTube eða setja plötu á fóninn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum