fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Ekta djúpsteiktur kjúklingur sem er betri en á KFC: Enginn djúpsteikingarpottur nauðsynlegur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 16:15

Kjúklingur hlýtur að ýta undir karlmennskuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðvitað er ekki til djúpsteikingarpottur á hverju einasta heimili, en það er óþarfi að splæsa í svoleiðis til þess að búa til dásamlegan, stökkan og safaríkan djúpsteiktan kjúkling.

Eins og flestir vita er þetta ekki hollasta fæða í heimi, en góð er hún. Fullkominn helgarmatur.

Djúpsteiktur kjúklingur

Hráefni:

14 kjúklingaleggir, eða 7 leggir og 7 læri
1 – 2 lítrar olía til steikingar
2 bollar hveiti
2 msk. maíssterkja
1½ msk. hvítlaukssalt
1 tsk. cayenne pipar krydd
1 tsk. hvítur pipar
½ msk. reykt paprikukrydd
1 msk. salt
1 tsk. svartur pipar
½ msk. engiferkrydd
2 stór egg
1¾ bolli súrmjólk
1½ bolli hveiti
2 msk. hvítlaukskrydd
½ tsk. cayenne pipar
1 tsk. salt
¼ tsk. svartur pipar

Aðferð:

Þurrkið kjúklinginn með pappírsþurrkum og leyfið honum að þorna á eldhúsborði í 15 mínútur. Stráið smá salti og pipar yfir hann og setjið til hliðar. Blandið síðan 2 bollum af hveiti, maíssterkju, 1½ matskeið af hvítlaukssalti, 1 teskeið af cayenne pipar, hvítum pipar, reyktu paprikukryddi, 1 matskeið af salti, 1 teskeið af svörtum pipar og engiferkryddi saman í skál og setjið til hliðar.

Blandið eggjum, súrmjólk, hveiti og restinni af kryddinu saman í annarri skál. Takið svo til stóran pott og hitið olíuna þar til hún nær 160°C gráðu hita. Á meðan dýfið þið kjúklingabitunum í þurrefnablönduna, síðan í blautu blönduna og síðan aftur í þurrefnablönduna. Djúpsteikið síðan kjúklinginn í um 15 mínútur, en passið ykkur að setja hann í og taka hann úr olíunni með töng svo þið brennið ykkur ekki.

Gott er að setja kjúklinginn síðan á grind með disk undir svo mesta olían geti lekið af honum. Leyfið honum að kólna í tíu mínútur áður en kjúklingurinn er borinn fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum