Hver segir að það megi ekki fá sér köku í morgunmat? Enginn hér á matarvefnum allavega – sérstaklega ekki þegar um ræðir svona bragðgóðar múffur sem eru tiltölulega hollar.
Hráefni:
1 bolli haframjöl
½ bolli heilhveiti
¾ bolli hunang
½ bolli jógúrt
1 tsk vanilludropar
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
5 meðalstórir bananar
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C og takið til múffuform. Setjið öll hráefnin í blandara og blandið þar til deigið er silkimjúkt. Gott er að stoppa blandarann reglulega og skrapa niður með hliðunum. Deilið deiginu í múffuformin og gott er að strá smá haframjöli, möndlum eða súkkulaðibitum yfir kökurnar. Bakið í 30 til 35 mínútur og leyfið kökunum að kólna aðeins áður en þær eru borðaðar.
Uppskrift af bloggsíðunni Delighted Baking.