fbpx
Sunnudagur 30.júní 2024
Pressan

Sannfærður um að Madeleine McCann sé enn á lífi

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 3. október 2018 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem rannsakað hvarf Madeleine McCann að beiðni foreldra hennar segist sannfærður um að stúlkan sé á lífi. David Edgar var ráðinn af Kate og Gerry McCann til að rannsaka hvarf stúlkunnar í Portúgal árið 2007 og vann hann að rannsókninni allt til ársins 2011.

Ellefu ár eru liðin frá þessu umtalaðasta mannshvarfi seinni tíma en Madeleine var stödd í sumarleyfi á Algarve með fjölskyldu sinni þegar hún hvarf.

„Hún gæti verið hvar sem er í heiminum en mig grunar að hún sé enn í Portúgal,“ segir Edgar í samtali við breska götublaðið The Sun. Þá bætir hann við að hann gruni að Madeleine sé ekki meðvituð um það að heimsbyggðin hafi leitað að henni undanfarin ellefu ár. Hún sé í raun ómeðvituð um uppruna sinn en stúlkan var rétt tæplega fjögurra ára á þessum tíma. Ef hún er á lífi er hún orðin 15 ára gömul.

„Mér finnst mjög ólíklegt að henni hafi verið komið úr landi. Það er einhver í Portúgal sem veit hvar hún er og hvað gerðist.“

Varpar hann fram þeirri kenningu að Madeleine búi hugsanlega með manninum sem rændi henni og sé haldið fanginni á afviknum stað einhvers staðar inni í landi.

Þá segist hann gruna að Madeleine hafi verið rænt af barnaníðingi eða -níðingum og hvetur hann þá sem þekkja til málsins að stíga fram og segja sannleikann. „Það er aldrei of seint,“ segir hann og bætir við að málið sé mjög snúið en langt því frá óleysanlegt. „Helsta von okkar er sú að einhver stígi fram, einhver með nagandi samviskubit,“ segir hann.

Edgar hefur langa reynslu og segir hann að yfirgnæfandi líkur séu á því að fleiri en einn viti hvað varð um stúlkuna. „Hinn ábyrgi hefur að líkindum talað við einhvern. Þeir gera það yfirleitt og það er mjög sjaldgæft ef þeir gera það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Húðflúrari hvetur fólk til að fá sér aldrei þetta húðflúr

Húðflúrari hvetur fólk til að fá sér aldrei þetta húðflúr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur staur dúkkaði skyndilega upp í eyðimörkinni – Ekkert vitað um uppruna hans né úr hverju hann er

Dularfullur staur dúkkaði skyndilega upp í eyðimörkinni – Ekkert vitað um uppruna hans né úr hverju hann er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gamli farsíminn þinn gæti verið mikils virði – Vilja greiða 6 milljónir fyrir ákveðna tegund

Gamli farsíminn þinn gæti verið mikils virði – Vilja greiða 6 milljónir fyrir ákveðna tegund
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rauðu flöggin sem fjölskylda raðmorðingjans Ted Bundy hunsaði í uppvexti hans – „Augu hans urðu svört þegar þau vönguðu saman“

Rauðu flöggin sem fjölskylda raðmorðingjans Ted Bundy hunsaði í uppvexti hans – „Augu hans urðu svört þegar þau vönguðu saman“