Paul Pogba, miðjumanni Manchester United hefur verið bannað að ræða við fjölmiðla.
Þetta kom fram í máli hans eftir leik liðsins gegn Valencia í Meistaradeildinni í gær.
Það gustar um félagið þessa dagana en samband Pogba og Jose Mourinho, stjóra liðsins er slæmt.
Mourinho hefur gagnrýnt Pogba fyrir að tala of mikið en gera minna innan vallar.
,,Það er búið að láta mig vita að mér sé bannað að tala við ykkur,“ sagði Pogba við fréttamenn sem vildu ræða við hann eftir markalaust jafntefli í gær.
Ætla má að Mourinho hafi haft áhrif á það að Pogba færi ekki í fleiri viðtöl á sinni vakt.