fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Fanney braut lög: „Sorglegt að Neytendastofa hafi elt mig uppi“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 3. október 2018 11:09

Fanney Ingvarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Ingvarsdóttir, ungfrú Ísland árið 2010 og bloggari, segist mjög ósátt við bæði Neytendastofu og Vísi á bloggsíðu sinni, Trendnet. Ástæða þess er að Neytendastofa tilkynnti í gær á vef sínum að hún og Svana Lovísa Kristjánsdóttir, ásamt fyrirtækjunum Origo og Sahara Media, hafi brotið lög.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að með því að þiggja gjöf, myndavél, og auglýsa hana svo án þess að taka það sérstaklega fram hafi þær brotið lög um duldar auglýsingar. Neytendastofa úrskurðaði að ef viðkomandi myndu ekki hætta auglýsingunni kæmi til sekta. Vísir fjallaði svo um málið í gær.

Trúði ekki eigin augum

Fanney skrifar langan pistil um málið og sakar fréttamann Vísis um að svífast einskis þrátt fyrir að hafa einungis vitnað í úrskurð opinberrar stofnunar. „Mér var bent á grein sem birtist á Vísi í morgun sem var fljótlega orðin mest lesna greinin á fréttamiðlinum í dag. Greinin bar titilinn “Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar”. Ég trúði ekki mínum eigin augum og er mjög meðvituð um það að ég er klárlega að gefa fréttamiðlinum byr undir báða vængi með því að leggjast svo lágt að svara þessari grein. Ég veit vel að það rétta í stöðunni er einfaldlega að leyfa storminum að líða hjá og hunsa þetta algjörlega. Ég get einfaldlega ekki staðið á mér í þetta skiptið. Fréttamennska svífst oft einskis til þess að fá aukin klikk og ég er mjög meðvituð um að greinin fær enn fleiri klikk með því að ég skrifi þessa færslu hér,“ segir Fanney.

Segir bréfið harðort

Hún rekur málið en í grófum dráttum þá fékk hún téða myndavél í upphafi árs, líkt og margir aðrir bloggarar að hennar sögn. Hún segir að fjöldi fólks hafi spurt hana um myndavélina og því hafi hún látið það fylgja með á hvaða myndvél myndirnar væru teknar. „Ég fékk semsagt bréf sent heim í sumar frá Neytendastofu þar sem ég var sökuð um að vera að brjóta á neytendum með duldum auglýsingum með þessu móti. Ég svaraði bréfinu algjörlega út frá mínu höfði, með hjálp lögfræðings aðeins til þess að allt væri á hreinu og einfaldlega vegna þess að bréfið var harðorða, líkt og ég ætti von á ákæru fyrir þetta eitt og sér. Það kom mér ótrúlega mikið á óvart að mér skyldi berast þetta skjal! Bloggið mitt og Instagram aðgangurinn minn er eins persónulegur og það gerist!,“ segir Fanney.

Tekur málinu persónulega

Hún segist taka málinu mjög persónulega. „Allt út af einni myndavél. Eins og ég segi finnst mér þetta mjög persónulegt! Mér þykir þetta afar leiðinlegt og sorglegt að þetta sé persónugert með þessum hætti! Sér í lagi fyrir mig og nú tala ég bara fyrir mig persónulega, vegna þess að ég veit fyrir víst að allt sem ég geri og set inn er svo ólýsanlega persónulegt og ekki með nokkru móti einhverjar auglýsingaherferðir. Ég myndi taka þetta á mig ef ég vissi upp á mig sökina og væri óspart (eða bara að einhverju leiti) að nýta mér aðstöðu mína í að brjóta neytendalög með duldum auglýsingum!,“ segir Fanney.

Sorglegt

Hún segist að lokum vona að Neytendastofa leiðbeini bloggurum nánar um hvað megi. „Mér finnst ofsalega sorglegt að Neytendastofa hafi elt mig uppi til að þess að rita undir pappírana og rokið svo beint með úrskurðinn í fjölmiðla – enginn samstarfsvilji af þeirra hálfu heldur allt reynt til að grafa undan manni. Ég vona innilega að Neytendastofa muni í stað þess að senda okkur með ógnarvaldi bréf þar sem við erum ásökuð um hitt og þetta, sjái það hjá sér að leiðbeina okkur frekar réttan veg og við í sameiningu fundið milliveg út úr þessu svo það verði nú áfram gaman að vera bloggari, getað miðlað til annara, geta haldið tjáningafrelsinu sem við eigum nú rétt á og fengið að segja okkar skoðun án þess að eiga hættu á að fá kæru senda heim að dyrum,“ segir Fanney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars