Petr Cech markvörður Arsenal verður ekki með næsta mánuðinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir.
Cech meiddist í sigri Arsenal á Watford um helgina en um er að ræða meiðsli í læri.
Unai Emery hefur sett traust sitt á Cech hingað til, þrátt fyrir að hafa keypt Bernd Leno í sumar.
Leno mun nú fá tækifæri til að sanna sig en Cech fær þó landsleikjafrí til að ná bata.
Cech var á sínum tíma einn fremsti markvörður í heimi þegar hann lék fyrir Chelsea.