fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Viðar yfirbugaði hnífamann og lagði Ólympíuverðlaunahafa

Nærmynd: Fimm atriði sem þú vissir ekki um Viðar Guðjohnsen

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 26. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Guðjohnsen hefur vakið mikla athygli í tengslum við framboð sitt í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ummæli hans um holdafar, konur, ungt fólk, útigangsmenn, jafnaðarmenn og leikskóla hafa hneykslað marga og segja má að Viðar hafi hreinlega stolið sviðsljósinu. Í tilefni af leiðtogakjörinu á laugardaginn ákvað DV að kafa ofan í fortíð Viðars og finna nokkur atriði sem fáir vissu.

Mynd: Skjáskot af timarit.is

Tamdi veiðibjöllu og hrafn

Sumarið 1979 skemmti Viðar sér við að temja hrafn og veiðibjöllu, fuglana geymdi hann í portinu á bak við sjúkrahótel Rauða krossins við Rauðarárstíg. Hrafninn fékk Viðar úr varpi í Viðey en veiðibjallan var öllu eldri. Lýsti Viðar því í viðtali við Dagblaðið að erfitt hefði verið að temja veiðibjölluna og að henni hafi ekki samið vel við hrafninn. Veiðibjölluna, sem er stærsta tegund máfa, málaði hann appelsínugula til að koma í veg fyrir að löggan myndi skjóta hana, var veiðibjallan því kölluð orangemáfurinn.

Mynd: Skjáskot af timarit.is

18 ára lagði bronsverðlaunahafa

Viðar varð Skandinavíumeistari í 80 kílóa þyngdarflokki aðeins 18 ára gamall. Á opnu júdómóti haustið 1976 lagði hann svo Svíann Bengt Snöbengt, en Snöbengt hafði unnið brons á Ólympíuleikunum í Montreal um sumarið.

Mynd: Skjáskot af timarit.is

Dvaldi í Japan

Viðar byrjaði að æfa júdó 14 ára gamall, í viðtali við Vikuna árið 1981 sagði hann að eftir að hann meiddist illa aðeins 18 ára hafi hann farið til Japan og dvalið þar í eitt ár til að æfa og kynna sér júdó betur. Fannst honum hirðsiðir Japana í kringum júdó ganga of langt. „Þótt Japanir geti kennt manni ýmislegt í júdó er ég samt andvígur öllum hirðsiðunum sem þeir hafa í kringum þessa íþrótt. Júdó er alþjóðleg íþrótt og mér finnst allt í lagi að nota japönsk heiti en hirðsiðirnir ganga of langt.“

Mynd: Skjáskot af timarit.is

Yfirbugaði hnífamann

Viðar varð fyrir árás hnífamanns 4. febrúar 1983. Viðar var þá umsjónarmaður á gistihúsi í Reykjavík, árásarmaðurinn var gestur sem vísa átti út. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins á sínum tíma var gesturinn á þrítugsaldri og góðkunningi lögreglunnar, hann hafði verið með óspektir og ráðist á gesti, en Viðar sá á honum aumur vegna veðurs. Þegar kom að því að vísa manninum út hófust stympingar og Viðar hélt honum niðri. „Þá lofaði hann að fara út með góðu og ég sleppti honum. En við vorum vart staðnir upp þegar hann dró fram stóran hníf, sem hann var með innan á sér, og mundaði hann. Það var þarna slangur af fólki og hætta á ferðum, og til að vernda gestina var ekki um annað að ræða en stökkva í hann,“ sagði Viðar. Gesturinn hafði stundað lyftingar og var því erfiður viðureignar, Viðari tókst að þröngva honum út í horn þangað til lögreglan mætti á svæðið. „Júdó-kunnátta mín kom þarna að engu gagni, þetta voru venjuleg slagsmál og tekist á af hörku. Mér leið illa í átökunum því hann var alltaf með hnífinn í hendi.“

Mynd: Skjáskot af timarit.is

Henti út fólki vegna partíláta

Viðar hefur verið leigusali í áraraðir, árið 1995 lenti hann í deilum við leigjendur sem sögðu að Viðar hefði borið þá út að ósekju án skriflegs fyrirvara. Munu þau Petra Stefánsdóttir og Haukur Baldursson hafa brugðið sér að heiman og fundið svo búslóðina úti á götu og lykilorðinu að útidyrunum breytt þannig að þau komust ekki aftur inn. Blaðamaður Helgarpóstsins mætti á svæðið og eftir að hafa fengið bendingu frá Viðari munu tvö „heljarmenni“ sem voru fyrir utan hafa hleypt blaðamanninum inn. Viðar sagðist hafa verið í fullum rétti og vísaði í leigusamninginn þar sem kom fram að heimilt væri að vísa leigjendum á dyr með stuttum fyrirvara ef viðkomandi skapar ónæði vegna „partía, áfengisneyslu og gestagangs kunningja“. „Þau hafa margbrotið þetta samkomulag og það er löngu búið að aðvara þau. Og það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki verið meira í spilinu en brennivín í þessum partíum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna