fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hjartnæmt kveðjubréf 27 ára dauðvona konu: „Ég vil ekki fara. Ég elska líf mitt. Ég er hamingjusöm“

Auður Ösp
Föstudaginn 19. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveðjubréf sem 27 ára áströlsk kona skrifaði rétt áður en hún lést úr krabbameini hefur snert hug og hjörtu ótal einstaklinga undanfarna daga og verið deilt af tugþúsundum á samfélagsmiðlum. Það er ekki að ástæðulausu þar sem að hér er á ferð góð og gild áminning um mikilvægi þess að lifa í núinu og líta á lífið sem gjöf.

Holly Butcher greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins, Ewings –sarcoma eða illkynja beinæxli eins og það er kallað á íslensku. Holly skrifaði langt og ítarlegt bréf skömmu áður en hún lést þann 4.janúar síðastliðinn og bað foreldra sína um að birta skrifin á facebook síðu hennar eftir að hún væri fallin frá.

„Dagarnir líða hjá og þú býst ósjálfrátt bara við því að þeir haldi áfram að koma, einn á fætur öðrum. Þar til hið óvænta gerist,“ ritar Holly í bréfinu. Hún segir að það sé undarleg tilhugsun að vera að fara að deyja svo ung. Hún bjóst alltaf við því að hún mynda verða gömul og eiga stóran barnahóp. „Ég þrái það svo mikið að það er sárt.“

Þá bætir hún við: „Svona er lífið. Það er hverfult, dýrmætt og óútreiknanlegt og hver einasti dagur er gjöf, ekki sjálfsögð réttindi. Ég er 27 ára núna. Ég vil ekki fara. Ég elska líf mitt. Ég er hamingjusöm. En ég fæ þessu ekki stjórnað.“

Þá kveðst hún óska þess að fólk sjái hversu ónauðsynlegt það er að stressa sig á smámunum í daglegu lífi. Minnir hún fólk á að ekkert okkar kemst hjá því að deyja á endanum. „Þannig að, gerðu það sem þú getur til að láta líf þitt skipta máli og slepptu kjaftæðinu.

Í hvert sinn sem þú ert að pirra þig á einhverjum fáránlegum hlut, hugsaðu þá til manneskju sem er að glíma við alvöru vandamál. Vertu þakklát/tur fyrir að þitt vandamál sé bara smávægilegt og leystu það svo. Það er í góðu lagi að pirra sig á hinu og þessu en ekki velta endalaust vöngum yfir því og eitra um leið andrúmsloftið hjá þeim sem eru í kringum þig.“

Þá minnir Holly fólk á að stressa sig ekki að óþörfu yfir smámunum.

„Þú lentir kanski í umferðarteppu, ert svefnlaus vegna þess að fallegu börnin þín héldu fyrir þér vöku eða vegna þess að hárgreiðslukonan þín klippti þig of stutt. Nýja gervinöglin þín brotnaði, þér finnst þú vera með of lítil brjóst eða of mikla appelsínhúð á rassinum. Gleymdu öllu þessu kjaftæði. Ég lofa að þú átt ekki eftir að hugsa um þessa hluti þegar þinn tími kemur. Þessi hlutir skipta svo ótrúlega litlu máli þegar þú lítur á líf þitt í heild.

Ég horfi upp á líkama minn hrörna og það er ekkert sem ég get gert. Það eina sem ég óska mér á þessari stundu er að geta fagnað einum afmælisdegi eða einum jólum viðbót með fjölskyldunni minni, eða að geta átt einn dag í viðbót með kærastanum mínum og hundinum. Bara einn dag í viðbót.“

Þá segir Holly að í stað þess að kvarta yfir leiðinlegri vinnu eða nöldra yfir hversu erfitt það sé að koma sér í ræktina þá eigum við að vera þakklátt fyrir að vera yfirhöfuð fær um að gera þessa hluti. Þá minnir hún fólk á að þó svo að það sé gott og gilt að hugsa vel um heilsuna þá sé mikilvægt að taka það ekki oft langt heldur leyfa sér að njóta lífsins. Sjálf lagði hún mikið upp úr því að lifa heilbrigði lífi.

„Vertu þakklát/ur fyrir að vera við góða heilsu og fyrir að eiga líkama sem getur sinnt hlutverki sínu, sama hvernig líkami þinn lítur út. Hugsaðu vel um líkamann og lærðu að meta hversu ótrúlegur hann er. Hreyfðu líkamann og hlúðu að honum með næringaríkri fæðu. En ekki verða heltekin/n af því. Borðaðu kökuna, án samviskubits.“

Þá bendir hún á það sé ekki síður mikilvægt að rækta andann til að viðhalda góðri heilsu.

„Vertu þakklátur/fyrir þá daga þar sem þú ert við fulla heilsu en líka fyrir þá daga þar sem þú ert að glíma við flensu, bakverki eða brákaðan ökkla. Sættu þig við að þetta er pirrandi ástand en þakkaðu fyrir að þetta er ekki alvarlegt og að þú munt losna við þetta á endanum.

Þá bendir hún fólki hversu kjánalegt það er að missa sig í neyslubrjálæðinu.

„Þegar þú ert við dauðans dyr þá er það ekki efst í huga þínum að fara og kaupa hlutina sem þú ert vanur að kaupa, eins og nýjan kjól. Í stað þess að kaupa þér kjól, snyrtidót eða skartgrip kauptu þá frekar eitthvað fallegt handa besta vini þínum eða vinkonu. Það er enginn að pæla í því þó að þú sért tvisvar í sömu fötunum. Bjóddu vini þínum út að borða, eða eldaðu handa honum gómsæta máltíð. Gefðu vini þínum kaffi, pottaplöntu, eða nudd og kerti og segðu viðkomandi í leiðinni hvað þér þykir vænt um hann eða hana.“

Þá hvetur hún fólk til að eyða peningunum sínum frekar í upplifanir frekar en dauða hluti.

„Farðu á ströndina eins og þú ert búin að ætla að gera í alltof langan tíma en hefur alltaf frestað. Dýfðu fótunum í sjóinn og tánum í sandinn. Skvettu sjónum framan í andlitið. Farðu út í náttúruna.“

Þá biður hún fólk um að njóta þess að lifa í núinu og hætta að lifa endalaust í gegnum aðra á samfélagsmiðlum. Lífið sé of stutt til þess að vera stanslaust að reyna að halda uppi glansmynd fyrir aðra.

„Mundu að ef það er eitthvað sem gerir þig vansæla/n, hvort sem það er í einkalífi eða vinnu þá hefur þú vald til þess að breyta því. Sýndu þor og kjark til þess. Þú veist ekki hversu mikinn tíma þú hefur á þessari jörð þannig að ekki eyða honum í vesæld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024