fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024

Guðlaug fékk ofsakvíðakast í fæðingu: „Ég öskraði og grátbað um að ég yrði svæfð“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 19. janúar 2018 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaug Sif átti virkilega erfiða meðgöngu vegna fíkniefnaneyslu barnsföðurs og áttu hún því erfitt með að vera spennt fyrir fæðingunni og tengdist syni sínum ekki á meðan á meðgöngu stóð.

Guðlaug fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún átti strákinn sinn en bæði hún ásamt barnsföður hennar höfðu verið í mikilli neyslu þegar Guðlaug varð ólétt.

Þegar Guðlaug áttaði sig á því að hún gengi með barn hætti hún neyslu á öllum efnum og hefur haldið sér edrú síðan. Barnsfaðir hennar gerði því miður ekki hið sama og fór því gríðarleg orka frá Guðlaugu í barnsföður hennar alla meðgönguna.

Bleikt.is greindi frá því á dögunum að í kjölfar fæðingar Ólivers, sonar Guðlaugar hafi hún greinst með alvarlegt fæðingarþunglyndi og verið í mikilli afneitun.

Fæðingarsaga Guðlaugar er  lituð af kvíða og áhyggjum sem Guðlaug upplifði vegna mikillar ábyrgðar sem hún fann fyrir þegar hún áttaði sig á því að hún stæði nokkurn veginn ein í þessu ferli.

Ég var skíthrædd fyrir komandi tímum því ég gat varla tekið ábyrgð á sjálfri mér. Ég var hrædd um að ég yrði ömurleg móðir og barnsfaðir minn í tómu tjóni,

útskýrir Guðlaug í færslu á Amare.

Óliver var í sitjandi stöðu í maganum og því fór ég er planaðan keisara og það hræddi mig mikið að ef ég skyldi missa vatnið þá þyrfti ég að leggjast á gólfið og hringja í sjúkrabíl.

Guðlaug ákvað að flytja til foreldra sinna í lok meðgöngunnar og segir hún að það sé best ákvörðun sem hún hafi tekið.

Daginn fyrir keisarann förum ég og barnsfaðir minn upp á spítala til að skoða hvort allt sé í góðu og ég hef aldrei verið jafn stressuð og þarna. Ég var að fara í keisara næsta morgun og ég var orðin svo ótrúlega hrædd við þetta ferli þrátt fyrir að hafa verið búin að hitta fæðingarlækni sem leiðbeindi mér í gegnum allt nokkrum dögum áður.

Guðlaug og barnsfaðir hennar fá úthlutað herbergi og fara að koma sér fyrir.

Við vorum að reyna að gera okkur tilbúin fyrir komandi barn en ég gat ekki tekið hausinn á mér frá þessari hræðslu við mænudeyfinguna. Já mænudeyfinguna. Ég var ekkert að spá í því að ég yrði skorin upp, ég var bara hrædd við að geta ekki hreyft á mér lappirnar. Ég hlæ pínu að þessari hræðslu í dag.

Guðlaug átti erfitt með svefn nóttina fyrir keisara vegna kvíða og áhyggja sem hún hafði fyrir deginum eftir.

Á þessum tímapunkti langaði mig bara að fara heim og sleppa við þetta allt saman. Ég gat ekki fundið fyrir ánægju né spenningi. Kvíði og hræðsla tóku öll völd.

Hágrét með ekkasogi 

Morguninn eftir kom móðir Guðlaugar upp á spítala til þess að vera viðstödd fæðinguna þar sem Guðlaug gat ekki hugsað sér að ganga í gegnum þetta án hennar .

Ég gekk bara í hringi og gat ekki andað. Ég vildi klára þetta af en samt ekki. Þegar ljósmóðirin kom inn og sagði mér að leggjast niður því við værum að fara á skurðstofuna fór ég að hágrenja, ég vissi ekki hvert ég ætlaði.

Barnsfaðir Guðlaugar var tekinn í annað herbergi til þess að fá sérstök föt til þess að geta verið viðstaddur fæðinguna.

Ég grenjaði alla leið upp á skurðstofu og ég bara gat ekki hætt, ég var komin með ekka og ég grátbað um að við gætum frestað þessu pínu lengur. Það var 7 manna teymi inn á skurðstofu og ég hefði aldrei getað gert þetta án þeirra.

Fékk ofsakvíðakast við mænudeyfingu

Guðlaug segir að hvatning þeirra sem viðstaddir voru hafi komið henni í gegnum fæðinguna.

Þegar ég fann fyrir því að mænudeyfingin var að virka fékk ég ofsakvíðakast. Ég öskraði og grátbað um að láta svæfa mig en það var ekki hægt.

Óliver sonur Guðlaugar mætti svo í heiminn stuttu síðar og vissi Guðlaug ekki hvernig hún átti að láta.

Ég var svo upptekin af sjálfri mér og mínum kvíða og stressi. Ég var mjög ánægð með að hann væri komin til mín en ég var í áfalli. Ég var svo hrædd við þessa miklu ábyrgð og skuldbindingu og ég fékk samviskubit yfir því að hafa ekki farið að gráta þegar hann mætti í heiminn. Þetta var besti og erfiðasti dagur lífs míns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 

Leikarinn biður dóttur sína að fyrirgefa sér – „Mér líður hryllilega og ég vil að þú vitir að ég tók engu sem þú sagðir persónulega“ 
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Ég mun hins vegar alltaf verja Greenwood út á við eins og son minn“

„Ég mun hins vegar alltaf verja Greenwood út á við eins og son minn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Laus af gjörgæslu eftir hnífstungu í gær – Búið að handtaka þrjá og leitað að þeim fjórða

Laus af gjörgæslu eftir hnífstungu í gær – Búið að handtaka þrjá og leitað að þeim fjórða
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur

Að þessu sinni tókst JD Vance að móðga konur sem eru búnar með tíðarhvörf og ömmur