Dreymir þig um að eiga „mic-drop móment“?
Slammfræðingarnir Ólöf Rún Benediktsdóttir og Jón Magnús Arnarsson stýra ljóðaslammsnámskeiði í Menningarhúsinu Gerðubergi laugardaginn 6. október kl. 13 – 16, þar sem þau hjálpa þátttakendum að setja saman sitt fyrsta slammljóð og kenna aðferðir til að fá hugmyndir, vinna texta og bæta flæði.
Ólöf er myndlistarkona og ljóðskáld búsett í Reykjavík. Hún hefur áhuga á myndmáli og ryþma í ljóðum og í ljóðasmíðum sínum leggur hún áherslu á upplifun hlustanda fremur en lesanda ljóðsins.
Jón Magnús er leikari, rappari, leikskáld og skáld með litríkt hugarflug og orðaforða til samsvörunar. Hann var sigurvegari Ljóðaslamms Borgarbókasafnins 2017. Jón Magnús er sérfræðingur í rímum og flæði.
Smiðjan er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram á netfanginu vertumed@borgarbokasafn.is.