Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupari og næringarfræðingur, hefur lokið 409 km hlaupi í Góbíeyðimörkinni í Kína.
Hún var langfyrst kvenna, en í 7. sæti í heild.
Keppendur þurftu að ljúka hlaupinu á 150 klst., eða sex dögum, en Elísabet setti sér markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hefur hún því hlaupið rúmlega 100 kílómetra að meðaltali á dag. Lauk hún hlaupinu á 96 klukkustundum og 54 mínútum.
„Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með henni rúlla þessu upp. Alltaf sterk, líkamlega og andlega! Algjör töffari!!! Hún er fyrsta konan í heiminum til að klára hlaupið undir 100 tímum og setur ný viðmið!“ segir á Facebook-síðu hennar, en Birgir Sævarsson hlaupari hefur sagt frá ferðalagi Elísabetar þar undanfarna daga.
Nánar var fjallað um Elísabetu og afrek hennar á DV í gær.