Jóhann Berg Guðmundsson var í stuði í gær þegar Burnley heimsótti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann skoraði fyrra mark liðsins með skalla er hann kom liðinu í 0-1. Hann lagði svo upp sigurmarkið fyrir Sam Vokes.
Þetta var fyrsta mark Jóhanns í vetur en hann hefur verið duglegur að leggja upp fyrir liðsfélaga sína.
,,Ég skora ekki oft með skalla, það var ljúft að sjá hann inni. Ég er bara sáttur með að hjálpa liðinu,“ sagði Jóhann við heimasíðu félagsins eftir leik.
,,Ég hélt að skallinn hefði farið í hliðarnetið, ég sá ekki boltann fara inn. Það var ljúft að sjá hann inni svo.“
,,Ég vil reyna að hjálpa eins mikið og ég get, ég lagði upp gegn Bournemouth helgina á undan. Ég skoraði og lagði upp í dag, ég vil halda þessu áfram.“
,,Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður en við ræddum það í hálfleik að við þyrfum að ná upp meira spila. Þetta var ekki fallegt að horfa á en við náðum í úrslit, það gleður. Við lögðum allt á okkur, það er nauðsynlegt á útivelli. Við gerðum það og náðum sigri.“