Netbanki Íslandsbanka er lokaður vegna tæknilegra vandamála. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, segir í samtali við DV að unnið sé að viðgerð og að netbankinn verði opnaður fljótlega. „Það var verið að skipta um grunnkerfi og það var búist við skerðingu á þjónustu, en það er bara verið að opna hann aftur,“ segir Edda.
Fram kemur í skilaboðum til þeirra sem reyna að opna netbankann að greiðslur sem voru skuldfærðar of snemma hafi verið bakfærðar. Unnið sé að viðgerð og er vonast til að henni ljúki fljótlega.