Síðast fór lofsteinninn framhjá jörðinni 31. október 2015 og var þá í um 490.000 km fjarlægð. Hann þýtur næst framhjá okkur rétt eftir hrekkjavökuna nú í nóvember en verður mun fjær jörðinni að þessu sinni svo við þurfum ekki að óttast hann. Það er eiginlega bara skemmtileg tilviljun að hann fari svo nærri jörðinni á svipuðum tíma og hrekkjavökunni er fagnað víða um heim enda útlit hans töluvert „hrekkjavökulegt“.
Talið er að loftsteinninn sé fyrrum halastjarna sem hafi með tímanum breyst og orðið að loftsteini á braut sinni um sólina en hann hefur verið á þeirri braut í milljónir ára. Hann er talinn vera um 625 til 700 metrar í þvermáli.