Hann sagði þetta í samtali við Sunday Telegraph um helgina. Norsk stjórnvöld segja þó ekki rétt að Bretar muni opna herstöð í Noregi. Breskir hermenn muni verða í Noregi á veturna við æfingar ásamt norskum, bandarískum og hollenskum hermönnum og nýta sér aðstöðu í norskri herstöð.
Williamson segir að breska ríkisstjórnin sé að undirbúa „varnaráætlun fyrir Norðurheimsskautið“. Bresk yfirvöld vænta þess að Rússar muni halda áfram að auka umsvif sín á svæðinu og muni ganga harðar fram í olíuleit eftir því sem heimsskautaísinn bráðnar vegna hnattrænnar hlýnunnar.
„Við sjáum að kafbátaferðir Rússa eru komnar nálægt því að vera eins miklar og á tímum kalda stríðsins og það er því kominn tími til að við svörum því. Ef við viljum vernda hagsmuni okkar, nánast í bakgarðinum okkar, þá verðum við að gera þetta.“