fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Bretar kynna nýja áætlun til að verja Norðurheimsskautssvæðið fyrir ásælni Rússa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. október 2018 13:30

Rússneskur kafbátur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að á næsta ári verði 800 breskir hermenn sendir til Noregs til að vinna á móti auknum umsvifum Rússa á heimsskautssvæðinu. Hann segir að hermennirnir verði bæði úr hinum hefðbundnu hersveitum Breta en einnig úr úrvalssveitum hersins. Í Noregi á að opna nýja herstöð fyrir bresku hermennina að sögn Williamson.

Hann sagði þetta í samtali við Sunday Telegraph um helgina. Norsk stjórnvöld segja þó ekki rétt að Bretar muni opna herstöð í Noregi. Breskir hermenn muni verða í Noregi á veturna við æfingar ásamt norskum, bandarískum og hollenskum hermönnum og nýta sér aðstöðu í norskri herstöð.

Williamson segir að breska ríkisstjórnin sé að undirbúa „varnaráætlun fyrir Norðurheimsskautið“. Bresk yfirvöld vænta þess að Rússar muni halda áfram að auka umsvif sín á svæðinu og muni ganga harðar fram í olíuleit eftir því sem heimsskautaísinn bráðnar vegna hnattrænnar hlýnunnar.

„Við sjáum að kafbátaferðir Rússa eru komnar nálægt því að vera eins miklar og á tímum kalda stríðsins og það er því kominn tími til að við svörum því. Ef við viljum vernda hagsmuni okkar, nánast í bakgarðinum okkar, þá verðum við að gera þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“