Samfélagsmiðlastjarnarn og lífstílsbloggarinn Þórunn Ívarsdóttir og maðurinn hennar Harry Sampsted eignuðust sitt fyrsta barn þann 9. september síðastliðinn.
Þórunn hefur talað opinskátt um baráttu sína við Endómetríósu sem gerði það að verkum að parið átti erfitt með að verða barnshafandi. Draumur þeirra rættist á dögunum og eignuðust þau stúlkubarn eftir langa og erfiða fæðingu.
Nú hefur dóttur þeirra verið gefið nafnið Erika Anna Sampsted og óskum við parinu innilega til hamingju.