fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Helgi flytur Skýjabönd á útgáfutónleikum – Sambandsslit urðu drifkrafturinn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi gaf út sína fyrstu breiðskífu, Skýjabönd í lok ágúst.

„Ég er búinn að vera að vinna að plötunni síðastliðið ár,“ segir Helgi, sem hingað til er þekktastur fyrir að berja á trommurnar í hljómsveit vinar síns, Ásgeirs Trausta, sem var Helga til halds og trausts við upptökurnar sem fram fóru í Hljóðrita. Í viðtali við Fjarðarpóstinn segir Ásgeir Trausta vera stærsta áhrifavald sinn í tónlistinni. „ Að miklu leyti er það vegna þess hversu nánir vinir við erum og þar sem við höfum svipaðan smekk og stillumst inn á sama tíðnisvið í tónlistinni.“

En um hvað er platan? „Þetta er uppgjör sem snýr að mér sem manneskju og hver ég var og á hvaða stað þegar ég samdi tónlistina. Ég var þá í öðru sambandi og þau sambandsslit höfðu gríðarleg áhrif á mig og urðu mér sem mesti drifkrafturinn fyrir þetta verkefni. Ég tók mig líka í gegn andlega og tileinkaði mér nýtt hugarfar sem opnaði augun mín upp á gátt gagnvart því að vera trúr sjálfum mér.“

Í tilefni útgáfunnar ætlar Helgi ásamt öflugri hljómsveit sinni að flytja plötuna í heild sinni í fyrsta skipti í Bæjarbíói fimmtudagskvöldið 4. október.

Hljómsveitin sem spilar með Helga á tónleikunum er skipuð þeim Hjörvari Hans Bragasyni (bassi), Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni (píanó og hljóðgervlar), Bergi Einari (trommur) og Kristni Þór Óskarssyni (gítar).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Í gær

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það