fbpx
Föstudagur 18.október 2024
Eyjan

Ásthildur fær 1,6 milljónir á mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. september 2018 10:21

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar samþykkti á miðvikudag ráðningarsamning Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra, sem ráðin var 14. september.

Ásthildur hlýtur 1.150 þúsund krónur á mánuði í dagvinnulaun, háð launavísitölu. Stjórnendaálag er 517.000 krónur, eða sem nemur 45% af mánaðarlaunum, en það er sagt vera þóknun fyrir unna yfirvinnu og allt áreiti utan dagvinnutíma, undirbúning, ferðatíma, móttökur gesta og annað tilfallandi.

Samtals eru því heildarlaun Ásthildar 1,667,500 krónur á mánuði.

Ásthildur fær ekki greitt aukalega fyrir setu í bæjarstjórn, bæjarráði eða öðrum nefndum. Hún mun halda úti akstursdagbók og fá greitt fyrir notkun á eigin bifreið sem því nemur, ásamt því að fá greiddan kostnað vegna farsíma og nettengingar, en bærinn greiðir símtæki og fartölvu Ásthildar.

Þá kaupir Akureyrarbær líf- og slysatryggingu fyrir bæjarstjóra, samkvæmt gildandi samningi við tryggingarfélag sveitarfélagsins.

Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Samkomulag er um að við starfslok í lok kjörtímabils verði laun greidd á uppsagnarfresti í þrjá mánuði og að auki þriggja mánaða biðlaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Andrés segir Kristrúnu ekki hafa viljað Höllu Hrund

Andrés segir Kristrúnu ekki hafa viljað Höllu Hrund
Eyjan
Í gær

Davíð segir Framsókn hafa gert upp á bak – „Þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda“

Davíð segir Framsókn hafa gert upp á bak – „Þetta leikrit fáránleikans verður að taka enda“
Eyjan
Í gær

Steinunn lætur gott heita eftir áratug á þingi

Steinunn lætur gott heita eftir áratug á þingi
Eyjan
Í gær

Þórhildur Sunna: Mannréttindi að detta úr tísku – Píratar verða að komast í ríkisstjórn

Þórhildur Sunna: Mannréttindi að detta úr tísku – Píratar verða að komast í ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn

„Heillavænlegast fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga“ – Vinstri Græn neita að vera með í starfsstjórn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti

Orðið á götunni: Framboð Þórdísar Kolbrúnar í Kraganum löngu ákveðið – hluti af stærra plotti