Þeir sem fylgja svokölluðu ketó-mataræði, eða lágkolvetna mataræði, ættu að leggja þessa uppskrift á minnið. Hér eru komnar dúnmjúkar pönnukökur sem gera morguninn bara örlítið betri.
Horfið á myndbandið og lesið svo uppskriftina hér fyrir neðan.
Hráefni:
½ bolli möndlumjöl
115 g mjúkur rjómaostur
4 stór egg
1 tsk rifinn sítrónubörkur
smjör til að steikja
Aðferð:
Blandið mjöli, rjómaosti, eggjum og berkinum saman þar blandan er kekkjalaus. Bræðið 1 matskeið af smjöri yfir meðalhita á góðri pönnu. Hellið um það bil 3 matskeiðum af pönnukökublöndunni á pönnuna og steikið í 2 mínútur á hvorri hlið. Svona gerið þið koll af kolli þar til deigið er búið, en dásamlegt er að bera þessar fram með smjöri.