Það er farið að kólna allsvakalega, og í ofanálagi er frekar grátt um að litast. Þá er tilvalið að prufa sig áfram í eldhúsinu og búa til þessi karamelluepli sem eru ofureinföld og gætu glatt mann og annan í þessu skammdegi.
Hér er kennslumynd til að fullkomna þessi epli, en fyrir neðan er einnig uppskriftin. Njótið!
Hraéfni:
4 msk brætt smjör
1 msk púðursykur
1 msk sykur
½ tsk kanill
4 græn epli
8 rjómakaramellur
vanilluís
karamellusósa
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og smyrjið eldfast mót sem getur rýmt fjögur epli. Blandið saman smjöri, púðursykri, sykri og kanil í lítilli skál.
Skerið toppinn af hverju epli og takið kjarnann úr. Skerið þrjá hringi í eplið. Snúið eplinu við og skerið langsum allan hringinn.
Setjið eplin í eldfasta mótið og snúið toppinum upp. Fyllið eplin með karamellum og penslið síðan með smjörblöndunni. Bakið eplin í um 30 mínútur og berið fram volg með ís og karamellusósu.