Aaron Ramsey gæti farið frítt frá Arsenal næsta sumar en þá er samningur hans við félagið á enda.
Ramsey hefur lengi verið í viðræðum við Arsenal um nýjan samning sem hafa ekki borið árangur.
Ramsey gat farið frá Arsenal í sumar en Arsenal er sagt hafa hafnað um 50 milljóna punda tilboði í hann.
Nú telja enskir miðlar að Ramsey fari frítt og enskir veðbankar hafa farið yfir málið.
Fimm félög eru líkleg til þess að krækja í miðjumanninn frá Wales.
Liðin fimm í röð eftir líkum:
AC Milan
Chelsea
Liverpool
Everton
Man United