fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Einstakur söngflutningur Helenar Sólar: Myndskeið

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. janúar 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið mikla hrifningu eftir að Ruth Moore söngkona birti það á facebooksíðu sinni en þar má hlusta á gullfallegan flutning dóttur hennar, Helenar Sólar á laginu Bless The Broken Road. Lagið flutti Helen til að hughreysta móður sína á erfiðum tíma í lífi hennar.

Ruth er ef til vill betur þekkt hér á landi sem Rut Reginalds en hún hefur undanfarin ár verið búsett í borginni Vista í Kaliforníu ásamt fjölskyldu sinni en Helen Sól, sem er 22 ára, er búsett í borginni Laguna Hills sem er í rúmlega 45 mínútnaakstur fjarlægð.

„Vinur minn, hann Ken lést úr krabbameini á meðan ég var í heimsókn á Íslandi um jólin og ég náði ekki að kveðja hann. Ég tók það mjög nærri mér. Helen mín kom til mín yfir helgina og huggaði mömmu sína,“ segir Ruth í samtali við DV.is, aðspurð um hvernig myndskeiðið varð til.

Mæðgurnar keyrðu í kjölfarið til Carlsbad en á ákveðnum veitingastað þar í borg höfðu Ruth og Ken átt ótalgóðar stundir. Þar sem að Ken hafði verið vinsæll fastakúnni á staðnum í fjölda ára reyndist það mæðgunum afar erfitt að færa eigendum og starfsfólki þær fréttir að hann væri látinn.

Mæðgurnar Ruth og Helen á góðri stundu.
Mæðgurnar Ruth og Helen á góðri stundu.

„Ég barðist við að halda aftur af tárunum. Á leiðinni heim fórum við Helen að tala um lífið og hversu dýrmætt það er að láta draumana sína rætast. Ken elskaði allt sem ég hef nokkurntímann sungið sungið og kallaði mig alltaf stjörnuna sína þó svo að hann skildi ekki orð í íslensku textunum, og þó svo að ég hefði margoft sagt honum að það stæði ekki til hjá mér að syngja í framtíðinni,“ segir Ruth og bætir við að hún hafi lengi vitað af einstökum sönghæfileikum Helenar og hvatt hana til dáða á því sviði. Umræddan dag stóð Helen við loforð sem hún hafði gefið móður sinni, en það var að leyfa Ruth að taka söngflutninginn upp á myndband.

„Helen missti sjálf vinkonu sína á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þeirra lag var „Say something I´m giving up on you“. Hún söng það fyrir mig á sínum tíma og sagði mér söguna og þá grét ég því það snerti mig svo djúpt. Þetta var fyrsta skiptið sem hún söng fyrir mig. Ég minnti Helen Sól á það að hún hefði svo fallega náðargjöf og bað hana lofa mér því að gera aldrei sömu mistök og ég gerði allt of oft með því að hafa ekki nógu mikla trú á mér. Og ég bað hana líka að lofa mér því að vera aldrei hrædd við að njóta þess sem Guð gaf henni í vöggugjöf. Ég lét hana vita að sem móðir yrði ég sátt þegar minni tími kæmi vitandi að dætur mínar hefðu fylgt sínum draumum og aldrei gefist,upp. Vitandi að þær fylgdu hjartanu og gáfu engum færi á að rífa sig niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna