fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Friðrik valinn einróma

Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2018

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. janúar 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Karlsson tónlistarmaður var valinn Bæjarlistamaður Seltjarnarness síðastliðinn föstudag í athöfn sem fram fór á Bókasafni Seltjarnarness og er þetta í tuttugasta og annað sinn sem bæjarlistamaður er útnefndur. Var nefndin einróma í vali sínu og færði Sjöfn Þórðardóttir formaður Menningarnefndar Seltjarnarness Friðriki viðurkenningarskjal ásamt starfsstyrk að upphæð 1.000.000 kr. sem fylgir nafnbótinni.

„Markmið okkar með útnefningu bæjarlistamanns Seltjarnarness er að vekja athygli á því góða starfi sem listamenn leggja af mörkum og eru að standa sig framúrskarandi vel í sinni listgrein og sköpun, það gerum við með veitingu nafnbótarinnar,“ segir Sjöfn Þórðardóttir, formaður Menningarnefndar Seltjarnarness.

Menningarstarf er veigamikill þáttur í bæjarlífinu allan ársins hring og meðal annars er Menningarhátíð Seltjarnarness haldin annað hvert ár. Seltjarnarnes fékk hæstu einkunn meðal þeirra 19 sveitarfélaga sem nýjasta þjónustukönnun Gallups nær til, þegar íbúarnir láta í ljós ánægju sína með menningarlíf bæjarins og gefa því hæstu einkunn.

Afkastamikill, hæfileikaríkur og heimsþekktur

„Afköst hans og það hversu eftirsóttur tónlistarmaður Friðrik hefur verið á sínum tónlistarferli segir líklega allt um það hversu virtur hann er. Á nýliðnu ári 2017 hlaut hann Gullnöglina í viðurkenningarskyni fyrir landvinninga og afburða gítarleik,“ sagði Sjöfn meðal annars í ræðu sinni um Friðrik.

Þegar stiklað er á stóru yfir feril Friðriks má sjá að hann hefur verið eftirsóttur og afkastamikill, bæði hér heima og erlendis. Friðrik hefur búið á Seltjarnarnesi frá því hann flutti heim frá Bretlandi árið 2013, en þar bjó hann í 17 ár. Hann lauk burtfararprófi í gítarleik frá Tónskóla Sigursveins árið 1983 og hefur sótt fjölda námskeiða og einkatíma erlendis í gegnum tíðina, ekki síst í Bandaríkjunum og Englandi. Hann hefur leikið inn á fjölmargar hljómplötur á Íslandi og erlendis og er hvað þekktastur fyrir þátttöku sína í Mezzoforte frá 1977, en hljómsveitin hlaut heimsfrægð og komst á vinsældalista erlendis með Garden Party. Mezzoforte fagnaði á dögunum 40 ára afmæli sínu og er hljómsveitin enn eftirsótt um allan heim til að koma fram á tónleikum. Hljómsveitin hefur gefið út fjölda hljómplatna og á Friðrik ríflega helming af því efni sem hún hefur sent frá sér.

Friðrik var aðalgítarleikari í bíómyndunum Evita með Madonnu og Phantom of the Opera. Einnig var hann um tíma helsti gítarleikari X- factor og Britain‘s Got Talent. Jafnframt hefur hann starfað að ýmsum þekktum söngleikjum og má þá meðal annars nefna Jesus Christ Superstar og Beautiful Game, í samstarfi við Andrew Loyd Webber í um það bil tíu ár. Einnig hefur Friðrik leikið undir hjá fjölda söngvara um heim allan.

Friðrik var valinn einróma sem Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2018.
Valinn einróma Friðrik var valinn einróma sem Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2018.

„Friðrik hefur sýnt og sannað að hann er meðal okkar allra fremstu og hæfileikaríkustu gítarleikurum í dag. Friðrik hefur allt það til að bera sem prýtt getur bæjarlistamann, hann hefur ótvíræða hæfileika, listrænan metnað og sannfæringu, þá einkennir brennandi ástríða og einstök vandvirkni hvert verk sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er framúrskarandi listamaður á sínu sviði sem hugsar ávallt lengra en margur annar og fer alla leið,“ segir Sjöfn Þórðardóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna