fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Matur

Kósímatur í skammdeginu: Brokkólí og nautakjöt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 11:47

Þessi réttur er algjör snilld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á bloggsíðunni Hint of Helen er að finna aragrúa af uppskriftum eftir áhugakokkinn Helen sem eldar af mikilli ástríðu.

Ekki skemmir fyrir að margir réttanna sem hún töfrar fram eru afar einfaldir, eins og til dæmis þessi asíski réttur úr nautakjöti og brokkolíi.

Steik og grænt

Marinering – hráefni:

400 g magurt nautakjöt
4 hvítlauksgeirar, maukaðir
20 g engifer, rifið
3 msk sojasósa + 4 msk til eldunar
4 msk ostrusósa

Sósa – hráefni:

2 msk olía
1 brokkolíhaus
2 tsk maíssterkja
100 ml nautasoð

Aðferð:

Skerið nautakjötið í þunna strimla og blandið því saman við öll hráefnin í marineringunni. Best er að leyfa þessu að marinerast í að minnsta kosti tvo klukkutíma, en það er alveg hægt að sleppa því.

Skerið brokkolí í litla bita. Blandið soðinu saman við maíssterkju og setjið til hliðar. Setjið olíu á pönnu og hitið á háum hita. Steikið brokkolíið í eina mínútu og bætið síðan nautakjötinu, með allri marineringu, saman við og steikið í eina mínútu. Bætið síðan soðblöndunni og 4 msk af soja sósu saman við. Hrærið vel í blöndunni og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað og blandast vel saman við nautakjötið og brokkolíið. Takið af hellunni og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma