fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Þetta er uppáhaldssúpa drottningarinnar: Langt frá því hefðbundin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 08:00

Ansi lífleg súpa sem drottningin elskar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Queen of the World er væntanleg á HBO, en myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Elísabetu Bretadrottningu.

Í myndinni er meðal annars rætt við konunglega kokkinn Mark Flanagan þar sem hann ljóstrar því upp að karabískur matur sé afar vinsæll hjá drottningunni, þá sérstaklega svokölluð „callaloo“ súpa. Sagt er frá þessu á heimsíðu fréttamiðilsins Express.

Því finnst okkur tilvalið að deila uppskrift að þessari frægu súpu, en þar sem við búum ekki svo vel að geta gætt okkur á sama káli og er notað í súpuna við Karabíska hafið notum við spínat í staðinn.

Elísabet er greinilega til í að prófa nýja hluti.

Konungleg „callaloo“ súpa

Hráefni:

1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
smá bútur engifer, saxað
1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í teninga
2 jalapeno, saxaðir
6 sneiðar eldað beikon
4 bollar spínat, saxað
3 bollar vatn eða kjúklingasoð
safi úr 2 súraldinum
1 bolli kóríander, saxað
1 msk allrahanda
1 msk túrmerik
salt og pipar
2 bollar okra eða eggaldin, skorið niður

Aðferð:

Hitið olíu í stórum súpupotti og svissið síðan lauk, hvítlauk, beikon, jalapeno og engifer. Bætið sætu kartöflunni við og eldið í 2 til 3 mínútur. Bætið kryddunum saman við og eldið í mínútu til viðbótar. Bætið vatni eða soði út í og náið upp suðu í súpunni. Bætið spínati og okra/eggaldin saman við. Látið malla í 15 mínútur og bætið síðan súraldinsafa og kóríander saman við. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Eldið súpuna þar sem kartaflan er orðin mjúk. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða hellið herlegheitunum í blandara. Smakkið aftur til og berið fram, jafnvel með ferskum kóríander.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum