fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Ragga nagli – „Ef þú heldur þig við mataræðið dag eftir dag þá muntu sjá árangur“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að hver og eigi að velja sér mataræði sem hentar viðkomandi.

Föstur. Ketó. LKL. Atkins. Paleó. Danski.

Nú makar megrunarbransinn krókinn á örvæntingu og vonleysi þeirra sem vilja losna við sumarvömbina.

Maríneruð svínarif í útilegunum, óteljandi Apperól spritza í útlandinu og piparhúðaðar lakkrísreimar í rigningardeprimeringu.

Leifar af sumrinu liggja á samviskunni og buxnastrengnum.

Naglinn er ekki lobbýisti neinnar stefnu í mataræði.
Naglinn er heldur ekki andófsmaður neinnar stefnu.

Það sem þú getur haldið þig við til langtíma er það sem virkar.

Naglinn er hinsvegar andófsmaður blekkinga og öfga.

Þegar fólk myndi frekar ganga á kolum en að borða kolvetni af því þau séu spikmyndandi.
Þegar smjörkaffi eða einungis blóðug nautasteik eiga að opna hliðið að lýsisleka.

Það er ekkert magískt fitutap við að borða einungis prótín og fitu.
Það er ekkert magískt við að borða einungis innan ákveðins tímaramma.
Það er engin dulúð í að borða eins og hellisbúi

Eina sem stuðlar að fitutapi er að vera í hitaeiningaþurrð.
Að borða minna en líkaminn brennir.
Ef þú borðar meira en líkaminn brennir þá bætirðu á þig þyngd.

Þegar þú velur mataræði hafðu í huga bragðlaukana, matarsmekk, vinnutímann, lífsstílinn og fjölskylduaðstæður.

Ef mataræðið passar inn í lífið og þú hlakkar til máltíðanna þá muntu halda þig við það mataræði til langtíma.
Ef þú heldur þig við mataræðið dag eftir dag þá muntu sjá árangur.

Sama hvaða nafni það nefnist.

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað