fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Matur

Morgunmatnum borgið: Einfaldar, amerískar pönnukökur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 14:34

Fátt betra en góðar pönnukökur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ofboðslega gaman að gera vel við sig í mat og drykk, og fátt sem toppar góðan og matarmikinn morgunmat. Pönnukökur eru fastagestir á mörgum diskum um helgar þegar tíminn er nægur til að dunda sér í eldhúsinu, en hér er skotheld og einföld uppskrift að ekta, amerískum pönnukökum.

Hráefni:

1 bolli hveiti (ca 2,3 dl)
1 stórt egg
1 msk smjör, brætt + klípa á pönnuna
2/3 bolli mjólk
1 ½ tsk lyftiduft
3 msk sykur
¼ tsk salt

Aðferð:

Hrærið þurrefnunum saman og bætið egginu saman við. Hrærið síðan mjólkinni saman við og því næst smjörinu. Vert er að taka fram að hægt er að minnka sykurmagnið í pönnukökunum, eða sleppa sykrinum alveg, ef þær eru bornar fram með miklu sírópi.

Setjið örlitla klípu af smjöri á pönnu og bræðið á háum hita. Lækkið síðan hitann í aðeins yfir meðallagi og steikið pönnukökurnar í sirka tvær mínútur á hvorri hlið. Þessi uppskrift er frekar lítil og úr verða um það bil 6 til 7 pönnukökur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Matur
28.10.2023

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur