Á næstu dögum kemur úr prentun ný nótnabók, Söngbók Tómasar R. Hún geymir 50 laga úrval af sönglögum tónlistarmannsins Tómasar R. Einarssonar.
Hann hefur á síðastliðnum aldarþriðjungi gefið út á þriðja tug platna, þar af margar með söngvurum. Í tilefni af útkomu Söngbókarinnar verða haldnir tvennir tónleikar í Kaldalóni, Hörpu sunnudaginn 30. september, kl. 17 og kl. 21. Þar verða rifjuð upp lög Tómasar frá síðustu áratugum. Söngvarar eru Sigríður Thorlacius, Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefánsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Bógómíl Font.
Hljómsveitina skipa Tómas R. á kontrabassa, Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón, Magnús Trygvason Elíassen á trommur og Sigtryggur Baldursson á slagverk.
Miðasala er í Hörpu og á Tix.is.