Þýska blaðið, Bild segir frá því að lykilinn á bakvið gott gengi Liverpool sé drykkur sem leikmenn Liverpool eru látnir drekka.
Liverpool hefur unnið alla leiki sína á þessu tímabili og eru stuðningsmenn Liverpool spenntir.
Þeir telja margir að eyðimörkin sé brátt á enda og að Liverpool geti nú unnið deildina í fyrsta sinn síðan 1990.
Mark Warnecke, fyrrum sundkappi hefur búið til drykk sem hjálpar leikmönnum Liverpool að ná sér eftir átök.
Drykkinn bjó Warnecke til þegar hann varð elsti heimsmeistari í sundi frá 1971, þegar hann var 35 ára gamall.
Hann vinnur mjög náið með Mona Nemmer, sem sér um næringu leikmanna Liverpool. Klopp hefur mikið álit á Warnecke.
Drykkinn drekka leikmenn Liverpool eftir mikil átök og á hann að hjálpa leikmönnum að ná heilsu sem fyrst.