Það hefur vakið mikla athygli að Fabinho miðjumaður Liverpool hefur ekki fengið að byrja leik á þessu tímabili.
Liverpool borgaði Monaco háa fjárhæð fyrir Fabinho í sumar en hann hefur ekki náð flugi.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool telur að það geti tekið Fabinho hálft ár að aðlagast leikstíl sínum.
,,Það er ekkert öðruvísi með hann og aðra leikmenn, það eru ekki nein vandræði, hann þarf bara að aðlagast,“ sagði Klopp.
,,Þetta snýst um hvaða stöður hann tekur, viðbrögð hans, svæðin varnarlega, að loka þeim og sóknarlega að nota þau.“
,,Þetta er lið sem er með sérstakan leikstíl, það þarf tíma og hann þarf að aðlagast okkur. Þetta mun koma, leikurinn er hraður og það þarf að verða eðlilegt.“
,,Það getur tekið hálft ár að aðlagast og ná að taka næsta skref. Það er málið.“