fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fókus

Skýjaborg fer á fjalirnar í Tjarnarbíó – Danssýning fyrir yngstu áhorfendurna eftir Tinnu Grétarsdóttur

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. september 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýjaborg er danssýning fyrir yngstu börnin þar sem litir, form, ljós og tónlist tala til barnanna. Verkið fjallar um tvær verur, Sunnu og Storm, sem vakna furðulostnar upp á dularfullum stað. Þar eru sífelld veðrabrigði og verurnar verða því stöðugt að takast á við nýjar aðstæður. Sýningin tekur tæpan hálftíma en í lok hennar er börnunum boðið að koma á sviðið til að leika sér, hitta verurnar og skoða leikmyndina.

Skýjaborg er fyrsta íslenska danssýningin sem er sérstaklega ætluð yngstu áhorfendunum. Hún var frumsýnd í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins í mars 2012. Skýjaborg var tilnefnd til þriggja Grímuverðlauna auk þess að hljóta Menningarverðlaun DV í flokki danslistar.

Skýjaborg verður sýnd sunnudaginn 30. september kl. 15, 7. október kl. 15 og 21. október kl. 15.

Danshöfundar: Tinna Grétarsdóttir í samstarfi við hópinn

Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir

Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir og Tessa Sillars Powell

Flytjendur: Inga Maren Rúnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir

Framleitt af: Bíbí og Blaka

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við

Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum