fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Erla S. Haraldsdóttir myndlistarkona opnar Minning um lit

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 27. september kl. 17 mun Erla S. Haraldsdóttir opna myndlistarsýningu sína „MINNING UM LIT“ í Gallerí Gróttu – sýningarsal Seltjarnarness sem er á 2. hæðinni á Eiðistorgi (inni á Bókasafni Seltjarnarness). Sýningin verður opin allan sýningartímann, 27. september til 28. október, samkvæmt opnunartíma bókasafnins.

Erla vinnur með málverk, hreyfimyndir, myndbandsverk og ljósmyndaverk. Hún er lærður listmálari sem um þessar mundir einbeitir sér að málaralistinni og verkum þar sem náttúrulegir eiginleikar málningarinnar og litanna skapa rými, ljós og skugga. Af fágun listmálarans leikur hún sér með fígúratíf mótíf, abstrakt liti og mynstur í verkum sínum. Verkin endurspegla gjarnan samspil minninga, tilfinninga og skynjunar. Aðferðafræði og ferlið sjálft eru lykilþættir í verkum Erlu og þau lúta oft ýmsum reglum eða hömlum og taka mið af stöðum eða frásögnum, eða fyrirmælum frá öðrum.

Erla nam myndlist við Konunglega myndlistarháskólann í Stokkhólmi og San Francisco Arts Institute og lauk gráðu frá Myndlistarháskólanum í Valand í Gautaborg árið 1998. Hún býr og starfar í Berlín. Á árunum 2011 til 2015 starfaði hún sem gestakennari í Myndlistarháskólanum í Umeå í Svíþjóð.

Meðal staða þar sem Erla hefur sýnt má nefna grafhvelfingu dómkirkjunnar í Lundi (Svíþjóð), Hallgrímskirkju, Listasafnið í Kalmar (Svíþjóð), Moderna Museet í Stokkhólmi (Svíþjóð), Listasafn Akureyrar, Kunstverein Langenhagen (Þýskalandi), Bielefelder Kunstverein (Þýskalandi), Künstlerhaus Bethanien (Berlín), Berlinische Galerie (Berlín) og Momentum-tvíæringinn (Moss, Noregi). Verk hennar er að finna í opinberum söfnum á Íslandi (Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Akureyrar og Listasafni ASÍ) og í Svíþjóð (Sænska menningarráðinu, Moderna Museet). Hún hefur dvalið víða sem gestalistamaður, meðal annars í Künstlerhaus Bethanien (Berlín), Cité des Arts (París) og Ateliers ’89 (Oranjestad, Arúba). Meðal nýlegra sýninga Erlu má nefna Genesis (Galleri Konstepidemin Göteborg), Genesis (Hallgrímskirkju), Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Listasafninu í Kalmar), 2016, Just Painted (Listasafni Reykjavíkur), Project Metropolis (Slesíusafninu í Katowice), 2015, Visual Wandering (Listasafn ASÍ), 2014, (In)dependent People, Listahátíð í Reykjavík, 2012 og Moment-Ynglingagatan 1 (Moderna Museet, Stokkhólmi), 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram