Petr Cech markvörður Arsenal líkir félaginu við Tiger Woods, einn fremsta golfara allra tíma.
Cech gerði þetta eftir 2-0 sigur liðsins á Everton á sunnudag. Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót í fimm ár í gær en langt er síðan að hann vann risamót.
Arsenal hefur ekki unnið deildina síðast 2004 og er farið að þyrsta í það.
,,Ég tek Tiger Woods sem dæmi, tíu ár eru frá því að hann vann stórmót, það verður erfiðara eftir því sem lengur líður á,“ sagði Cech.
,,Arsenal hefur ekki unnið deildina í yfir tíu ár, þú verður að læra að vinna aftur.“
,,Við erum með nýjan þjálfara og erum að byrja frá byrjun, við getum byggt eitthvað upp og unnið deildina fyrr en síðar.“